Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 208 svör fundust

Hvað veldur því að jörðin er kringlótt?

Um þetta er fjallað í svari við spurningunni Hvers vegna eru plánetur hnöttóttar en ekki kassalaga? en þar kemur fram að kúlulögun sólstjarna, reikistjarna og tungla stafar af þyngdarkraftinum. Þegar reikistjörnur myndast, safnast gas í geimnum saman í kekki sem dragast saman vegna aðdráttar agnanna í kekkjunum...

Nánar

Getur vatn verið þurrt?

Gestir okkar hafa greinilega gaman af að velta fyrir sér merkingu orðanna þó að tengingin við raunveruleikann sé að vísu oft á næstu grösum. Við kveinkum okkur alls ekki undan þessu því að við höfum líka lúmskt gaman af að spá í orðin og tungumálið. Hins vegar þurfa kannski báðir aðilar að gæta sín á því að festas...

Nánar

Er hlutfall gastegunda í andrúmsloftinu alls staðar það sama?

Andrúmsloftið samanstendur af blöndu af gastegundum. Við sjávarmál og við eina loftþyngd og 15°C eru hlutföll þessara gastegunda í andrúmsloftinu þau sömu um allan heim (sjá töflu). Tafla sem sýnir samsetningu lofthjúpsins (án vatnsgufu) við sjávarmál, við eina loftþyngd og 15°C ásamt bræðslumarki og suðumarki ...

Nánar

Hvað er eldur?

Eldur kviknar þegar "eldfimt" efni brennur. Efnið tekur þá upp súrefni (ildi) úr andrúmsloftinu og myndar ný gös eða lofttegundir. Eldur í umhverfi okkar kemur oft af því að efni með með miklu kolefni í, til dæmis kol, olía, bensín, timbur, pappír, kertavax, er að brenna. Þá myndast gas sem nefnist koltvísýringur ...

Nánar

Geymist "gosið" (koltvísýringurinn) betur í hálffullri gosflösku ef hún er pressuð saman þannig að lítið sem ekkert loft verði eftir í henni?

Svarið er nei, því miður, og jafnvel þvert á móti! Plastið í flöskunni leitast við að ná upphaflegri lögun og við það dregst koltvíildi úr vökvanum upp í loftrýmið sem eftir er í flöskunni. Margir kannast líklega við það að þurfa að henda stórum hluta þeirra gosdrykkja sem keyptir eru vegna þess að þeir eru orð...

Nánar

Hvernig fara vísindamenn að því að breyta koltvíoxíði í grjót?

Í gömlum ævintýrum eru oft sagðar sögur af tröllum sem verða að steini, steinrenna, þegar sólin nær að skína á þau. Í tilraunaverkefni á Hellisheiði, svokölluðu CarbFix-verkefni, hefur hópur vísindamanna og verkfræðinga fangað aðflutt koltvíoxíð og koltvíoxíð frá Hellisheiðarvirkjun og breytt því í stein. Koltvíox...

Nánar

Úr hverju er sameind?

Með öflugustu smásjám sem til eru í dag, sem hafa meira en milljónfalda stækkun, má sjá að ýmis efni eru búin til úr litlum óreglulegum ögnum sem eru kallaðar sameindir (einnig stundum nefndar "mólikúl" eftir alþjóðlega heitinu, samanber "molecule" á ensku). Við nánari athugun má sjá að þessar "óreglulegu" sameind...

Nánar

Hvers vegna sökkva ekki þung skip þegar þau eru komin út í sjó?

Sú staðreynd að þung skip geta flotið á vatni byggist á lögmáli Arkímedesar. Það segir að hlutur sem dýft er í vökva eða gas léttist sem nemur þyngd efnisins sem hann ryður frá sér. Jafnvel þótt skrokkur skipa sé úr málmi sem sekkur í vatni getur skip flotið vegna þess að málmurinn myndar aðeins veggi um lest skip...

Nánar

Hver fann frumefnið argon?

Hér er einnig svarað spurningunum:Hvers konar efni er argon? Hvernig er argon skilgreint? Hvernig er það unnið og nýtt og hver eru helstu efnasamböndin? Argon er eðallofttegund en svo kallast frumefni í flokki 18 í lotukerfinu. Efnin í þessum flokki eru þeim eiginleikum gædd að hafa fullskipað rafeindahvolf ...

Nánar

Hvernig var Curiosity lent á Mars?

Könnunarjeppanum Curiosity var skotið á loft 26. nóvember 2011. Jeppinn á að rannsaka hvort aðstæður á Mars voru einhvern tímann, eða eru jafnvel í dag, heppilegar fyrir örverulíf. Jeppinn lenti í Gale-gígnum á Mars klukkan 05:17:57 að íslenskum tíma þann 6. ágúst 2012 og bárust fyrstu myndir fáeinum mínútum síðar...

Nánar

Hvaða staðreyndir eru til um vatn á Mars?

Í lok september 2015 staðfestu vísindamenn hjá NASA að fundist hefði rennandi vatn á Mars. Í raun er þetta ekki ný uppgötvun heldur frekar staðfesting á því sem vísindamenn menn töldu sig hafa greint á myndum fyrir nokkrum árum. Lengi hefur verið vitað að ís er að finna undir yfirborðinu á Mars, bæði á pólunum...

Nánar

Úr hverju er vatn?

Vatnssameind eru samsett úr tveimur vetnisfrumeindum og einni súrefnisfrumeind. Á máli efnafræðinnar er vetnisfrumeind táknuð með bókstafnum H og súrefni með O. Efnatákn vatnssameindarinnar er þess vegna H2O. Flest efni geta tekið á sig þrenns konar ham: storkuham, vökvaham og gasham. Vatn er í storkuham þe...

Nánar

Af hverju smellur í puttabeinunum?

Þegar brakar eða smellur í fingrum okkur er það ekki smellur í beinum heldur er talið að hljóðið eigi uppruna sinn í loftbólum í liðvökva. Utan um liðamótin er liðpoki úr bandvef sem tengir beinin og umlykur liðholið sem aðskilur beinaendana, en liðvökvinn er inni í liðholinu. Um þetta er fjalla í svari við spurni...

Nánar

Fleiri niðurstöður